Aspas og parmaskinka

Þegar vorar fer ferskur aspas að birtast í búðum og um að gera að borða eftir árstíðunum, þá kemst maður fljótar í sumarfílinginn. Það sakar allavega ekki að reyna. Aspas er gríðarlega fjölhæfur, hann er hægt að nota í pastarétti, með laksi, með linsoðnum eggjum og hvad som helst 🙂 . Hér er ein góð og einföld nýting á aspas sem bragðaðist mjög vel.

IMG_1926

Innihald:
Ferskur aspas
Parma skinka
Hvítvínsedik eða balsamik
Parmesan
Salt & Pipar
Ólífuolía

IMG_1923

Þetta er ofureinfalt, fyrst þarf bara að skola aspasinn og brjóta eða skera trénaða endann af. Ef maður tekur um neðri partinn á aspasnum og sveigir hann þá ætti hann að brotna á réttum stað. Pannan er hituð með olíunni, aspasinn látinn út á og saltaður og pipraður, þegar aspasinn er orðinn vel grænn og nærri því eldaður er gott að skvetta smá ediki út á pönnuna. Svo er parmaskinku vafið utan um nokkra í einu og parmesan rifinn yfir. Njótið vel.

Auglýsingar