Jarðskokkasúpa

Þessi súpa er alveg mjög einföld (eins og flestar súpur) en alveg rosalega bragðgóð. Það er eitthver náttúrulegur hnetukeimur af jarðskokkunum sem láta súpuna bragðast eins og hún hafi verið gerð á fínasta veitingahúsi. Jarðskokkar eru auðfundnir í búðum hér í Danmörku á veturnar og ég er nokkuð viss um að þeir fáist líka á Íslandi. Jarðskokkar (e. Jerusalem Artichokes) geta verið dáldið erfiðir fyrir meltinguna en þegar búið er að gera ilmandi góða súpu úr þeim er ekki hægt að standast freistinguna.

IMG_3258

Jarðskokkasúpa (fyrir 3-4):
750 g jarðskokkar
1 laukur
smjör
1-2 tsk kóríander
timjan
salt og pipar
1-2 dl rjómi
kjúklingakraftur/soð
1 epli
pekanhnetur (má sleppa)

Jarðskokkarnir eru skrældir og skornir í bita og laukurinn saxaður. Takið fram súpupott og látið á helluna með smá smjöri. Mýkið laukinn í smjörinu og þegar hann er orðinn glær látiði jarðskokka og kryddið út í. Hellið kjúklingasoði yfir þar til flýtur yfir grænmetið. Látið sjóða þar til jarðskokkarnir eru mjúkir. Maukið með töfrasprota og setjið rjóma út í og smakkið súpuna til. Berið fram með niðurskornum eplum og pekanhnetum eða vorlauk.

p.s. afsakið slæma mynd, ég týndi betri myndinni 😉 .