Fennelsalat

Hér er eitt sumarlegt salat með fennel og eplum og ýmsu góðgæti. Það tekur aðeins lengri tíma í undirbúningi en venjulegt salat en er alveg æðislega gott og góð tilbreyting með grillmatnum í sumar!

IMG_1980

Hráefnin eru þessi og að sjálfsögðu ekkert heilög.

Salat:
Fennel, 1-2 eftir stærð
1 Epli
Sellerístöngull, 1/2-1
1 paprika
1/2 rauðlaukur
1/2 sítróna

Dressing:
3 msk ólífuolía
1 msk hvítvínsedik
1/2 msk hunang
salt og pipar

Svo er farið að, fennel, paprika, rauðlaukur og eplið eru skorin í örþunnar sneiðar. Nú væri gott að eiga svona mandólín til að skera þetta en ef maður er ekkert að flýta sér er frekar róandi að skera grænmetið með hníf tímunum saman. Best er að kreista sítrónuna yfir eplið þegar maður er búin að skera það í bita svo að það haldi lit. Svo er öllu í dressinguna hrært saman og hellt yfir.

Fyrir stílistana þarna úti væri hægt að skipta rauðlauknum út fyrir púrrulauk og nota grænt epli og græna papriku til að fá allt í svona fölgrænum og fallegum lit. Njótið vel. Fennel er furðugott!

IMG_1985

Auglýsingar

Sítrónukjúklingur með fennel

Þessi kjúklingaréttur varð til hér á Birkegade eitt mjög svangt kvöld. Þessi blanda heppnaðist svo vel að mig langaði að deila þessu með ykkur. Verði ykkur að góðu 🙂 .

Kjúklingaréttur fyrir 4:IMG_3281
4 kjúklingabringur
1 fennel
1 sítróna
6 döðlur
nokkur rif hvítlaukur
1 sellerístöngull
furuhnetur (ef vill)
olía
rósmarín
múskat
salt og pipar

Takið fram eldfast mót og látið smá olíu í botninn. Skerið fennel í sneiðar og leggið í mótið ásamt niðurskornu selleríi, döðlum og hvítlauk. Látið bringurnar yfir og kryddið með salti, pipar og rósmaríni og örlitlu múskati. Ef það eru til furuhnetur í húsinu er gott að fleygja nokkrum með. Kreistið sítrónuna yfir allt og látið fylgja með inn i ofn. Látið í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 45 mín. Gott er að bera kjúklinginn fram með veglegu salati og búlgúr eða hýðishrísgrjónum.