Vorið er komið og grundirnar gróa…

Jæja loksins er vorið komið til Kaupmannahafnar ætla ég að halda fram, þ.e. þrátt fyrir smá slyddu í gær. En ég er allavega komin í vorfílinginn 🙂 Af því tilefni fór ég í smá verslunarleiðangur og keypti kryddjurtir fyrir sumarið. Rósmarín, timjan, salvía og kóríander. Þar sem basilplantan mín hafði gefið upp öndina var komin tími á endurnýjun. Nú er bara að vona að þessar lifi lengur 😀 .

IMG_3412

Auglýsingar

„40 fyrir 40“ í anda Herberts Guðmundssonar

Já, þetta hljómar undarlega 🙂 Málið er að við systur + viðhengi gerðum 40-fyrir-40 lista í eirðarleysinu í bústað í sumar og ég tók listana okkar Gunna með til Danmerkur í haust og þeir hafa verið að þvælast hérna síðan. Listarnir innihalda sem sagt 40 atriði sem við ætlum að gera áður en við verðum fertug.

Svo sá ég þetta vídeó á visir.is, þar sem Herbert Guðmundsson útskýrir hvernig hann gerir svona myndræna lífslista 😉

Sem varð til þess að ég rammaði okkar lista inn og er búin að hengja þá upp fyrir ofan rúmið, þar sem veggirnir inni í herbergi voru svo tómlegir. Ég mæli með að gera svona lista. Það er hægara sagt en gert að finna 40 atriði sem ykkur langar að gera fyrir fertugt, en ótrúlega gaman 🙂