Páskaföndur

Ég er svo heppin að fá að vera í saumaklúbbi hérna í Kaupmannahöfn með nokkrum stórskemmtilegum og sniðugum stelpum. Í gær var gerð breyting frá hefðbundnu prjóni og kökuáti og við föndruðum páskaskraut í staðinn (en átum auðvitað líka kökur). Föndrið var frekar sígilt, uppistóð af því að gata egg með nál, blása úr þeim innihaldið og mála þau svo í páskalegum litum. Eftir margra ára „ólistugt“ nám fannst mér best að halda mig við einalda tækni eins og að mála allt í einum lit og kannski setja doppur á. En viti menn, úr varð bara stórgott páskaskraut sem fær að fríska upp íbúðina, reyndar brotnaði eitt eggið en það fékk samt að vera með. Eins gott því eina páskaskrautið á heimilinu eru tveir ungar af páskaeggjum síðasta árs. Eggin voru máluð með akrýl málningu og svo fékk ég að stela svona high fashion brons málningu frá betur undirbúnum klúbbmeðlinum, en hún fæst allavega í Panduro Hobby.

IMG_1800

 

Auglýsingar

„40 fyrir 40“ í anda Herberts Guðmundssonar

Já, þetta hljómar undarlega 🙂 Málið er að við systur + viðhengi gerðum 40-fyrir-40 lista í eirðarleysinu í bústað í sumar og ég tók listana okkar Gunna með til Danmerkur í haust og þeir hafa verið að þvælast hérna síðan. Listarnir innihalda sem sagt 40 atriði sem við ætlum að gera áður en við verðum fertug.

Svo sá ég þetta vídeó á visir.is, þar sem Herbert Guðmundsson útskýrir hvernig hann gerir svona myndræna lífslista 😉

Sem varð til þess að ég rammaði okkar lista inn og er búin að hengja þá upp fyrir ofan rúmið, þar sem veggirnir inni í herbergi voru svo tómlegir. Ég mæli með að gera svona lista. Það er hægara sagt en gert að finna 40 atriði sem ykkur langar að gera fyrir fertugt, en ótrúlega gaman 🙂