Nørrebro smjör

IMG_1912

Á Nørrebro Bryghus hér í Kaupmannahöfn er hægt að smakka á ýmsum tegundum af mjöð og mat. Við fórum þangað út að borða síðasta haust þegar bróðir minn og kærastan hans komu í heimsókn hingað og fengum þriggja rétta máltíð og bjóra með hverjum rétt, mikið splæs, mikill bjór. Allt alveg gríðarlega bragðgott og næsað. En það sem stóð upp úr var samt brauðið á borðinu og smjörið með því. Guðdómlegt smjör með hnetukeim og nýbakað súrdeigsbrauð. Þar sem elshúsið var svona hálf opið náði ég að blikka mann í eldhúsinu og veiða upp úr honum uppskriftina, sem var gífurlega einföld og svohljóðandi: Takið smjör, skiptið stykkinu í tvennt, brúnið helminginn í potti, sigtið. Blandið brúnaða smjörinu við venjulega smjörið. Semsagt smjör blandað við sjálft sig. Ég vona að myndirnar sýni þetta betur. Óhugnarlega gott á nýbakað brauð eða jafnvel til að nota í smákökuuppskriftir til að fá meira bragð.

IMG_1898

Skiptið smjörinu í helminga

IMG_1901

Mmm bráðið smjör

IMG_1906

Látið smjörið krauma þangað til það verður karamellulitað og ilmandi

IMG_1910

Sigtið í skál og látið nálgast herbergishita svo að það bræði ekki hitt smjörið sem kemur út í

IMG_1911

Þegar brúnaða smjörið hefur kólnað má hræra því saman við sinn fyrri helming og kæla svo áfram. Þá er allt tilbúið!

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Nørrebro smjör

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s