Bollakökur með sítrónu og birkifræjum

Á mánudaginn fór ég örstutt matreiðslunámskeið hjá heilsu-idol-inu mínu, hinni frægu Röggu Nagla (hún er með blogg hér). Þar lærðum við að gera alls kyns hollustugúmmelaði úr framandi efnum eins og próteindufti, steviudropum og sukrin. Eftir það námskeið fór ég að sjálfsögðu í næstu heilsubúð og keypti dýrum dómum sukrin gold sem kemur nokkurn veginn í staðinn fyrir púðursykur eða hrásykur og svo splæsti ég einnig í kókoshnetuhveiti. Svo reyndi ég eftir bestu getu að gera hollar bollakökur. En góðir hlutir gerast í smáum skrefum sagði kannski einhver ekki, en ég skipti allavega sykrinum út fyrir sukrin. Ég þorði ekki að taka hveitið út því mig langaði í fluffy og sjúklega góðar bollakökur, kókoshnetuhveitið getur verið dáldið þungt. Allavega, hér eru mjög góðar og páskalegar bollakökur með sítrónubragði og birkifræjum með örlitlu hollustuívafi. Birkifræ hafa samt ekkert með birki að gera, heldur eru þetta fræ af valmúaplöntu, þetta byggir víst allt á e-rjum jiddískum misskilningi.
IMG_1864

Bollakökur:
220 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
150 g sukrin gold eða hrásykur
2 kúfaðar msk birkifræ
Börkur af 2 sítrónum, bara guli hlutinn
1 tsk vanilludropar
2 stór egg
1 dl olía
1 dl ab mjólk
3/4 dl eplamauk

Aðferð:
Ég ákvað að leggja birkifræin í bleyti í soðnu vatni meðan ég skellti mér í sólbað, en ef það er ekki sól úti þá má alveg demba þeim bara beint út í 🙂 . Hveiti, sykri, lyftidufti, birkifræjum og sítrónubörk er blandað saman í skál. Öllu hinu hrært saman í annari skál og svo er því blandað saman við þurrefnin, passið bara að hræra ekki of mikið. Svo einfalt er það. Svo er deiginu skipt niður í muffinsformin, þið ættuð að fá um 16 kökur úr þessari uppskrift. Bakað við 180°C í um 15-20 mín eða þar til að prjónn kemur hreinn upp úr kökunum.

Ég ákvað að sleppa hollustunni í kreminu og gerði bara rjómaostakremið góða en þó með aðeins meiri sítrónusafa en áður og aðeins minna af flórsykri (það er líka til sukrin flórsykur). Kremið varð því aðeins meira fljótandi, og svo stráði ég meiri sítrónubörk ofan á. En það má algjörlega sleppa kremi, eða finna e-ð hollara ofan á.

Gleðilega páska!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s