Karjalanpiirakka

Finnland er kannski er kannski ekki þekkt fyrir matargerð sína en þar leynast þó nokkrir frábærir réttir. Ég bjó í Naantali, í Finnlandi haustið 2007 með systur minni sem var þar í námi og fékk þá að kynnast því hvað Finnland er AWESOME land! Árið 2009 fékk ég svo sumarvinnu í Tampere og fékk að endurnýja kynnin í betra veðri.  Það sem mér finnst einna best í matardeildinni frá Finnlandi (á eftir Missä X!!) eru pirökkur sem eru einhvers konar einhvers konar sætabrauð sem er þó ekki sætt á bragðið. Þær samanstanda af þunnu rúgdeigi og einhverns konar fyllingu. Fyllingin getur verið margs konar, oftast er það grjónagrautur eða grjónagrautur + rifnar gulrætur eða jafnvel kartöflumús.

Grjónagrautur:
2 1/4 dl Grautargrjón
2 1/2 dl vatn
1 l mjólk
Salt

Deig:
3 dl gróft rúgmjöl
2 dl heilhveiti
1 tsk salt
2-2 1/2 dl Vatn

Fyrst er grjónagrauturinn gerður eftir kúnstarinnar reglum, ég byrja reyndar á því að bræða smá smjör í potti og steikja grjónin aðeins í þeim, svo helli ég vatninu út á og læt sjóða þar til vatnið er næstum horfið. Þá lætur maður mjólkina út í, kannski fyrst helminginn og svo bæta alltaf meira í, eða ef maður er óþolinmóður er hægt að demba fernunni út í allri í einu. Svo er grauturinn látinn malla á lágum hita þangað til mjólkin verður svona glansandi og grjónin tilbúin, og þá er hann saltaður. Fyrir þennan tilgang er best að hafa grautinn mjög þykkann, og engar rúsínur takk!

Meðan grautinn er að kólna er rúgmjölinu, heilhveitinu og saltinu blandað saman og hnoðað með vatni. Látið eins mikið vatn og deigið getur tekið við, það þarf að verða hnoðanlegt en má samt alveg vera vel klístrað. Klípið smá af deiginu og hnoðið kúlu sem er á rétt minni en golfkúla, eftir því hvað þið viljið stórar/litlar pirökkur. Stráið vel af hveiti á kúluna og fletjið aðeins út í höndunum. Svo þarf að strá meira af hveiti á borðið og fletja út deigið með kökukefli í spöröskjulaga köku á stærð við hendi. Skv. Finnum á deigið að vera það þunnt að maður sjái sólskinið í gegn, en það má heldur ekki rifna því það þarf að halda á grjónagrautnum. Allavega, svo er grjónagrautur settur inn í og kanturinn klipinn upp á grautinn eins og vonandi sést á myndinni. Ég tók hluta af grjónagrautnum frá og blandaði við rifnar gulrætur.

piiraka

Þessi uppskrift ætti að gefa um 20 kökur, eftir því hvað deigið er þunnt og kökurnar stórar. Allt er þetta bakað inn í heitum ofni, um 270°C í um 10-15 mín eða þar til kantarnir eru orðnir létt brúnaðir og grautinn með svona þurrt yfirborð. Um leið og kökurnar koma út úr ofninum er gott að dýfa þeim í smjör og mjólkurblöndu (bráðið smjör og mjólk blandað saman). Svo eru kökurnar látnar kólna undir hreinu viskustykki til að þær haldist mjúkar.

IMG_1818

Hefðbunda leiðin er að bera þessar fram volgar með eggjasmjöri. Þá eru harðsoðin egg skorin niður og þeim hrært út í mjúkt smjör. Það hljómar undarlega en það er samt furðu gott. Hlutföllin eru kannski bara smekksatriði en ég mér finnst um 50 – 60 g af smjöri vega ágætlega á móti tveimur harðsoðnum eggjum. Annars er líka gott að borða þær bara eintómar, eða með e-rju áleggi. Þær eru líka mjög hentugar í nesti þar sem maður getur auðveldlega fryst þær og hitað bara upp í örbylgjuofni, eða ofan á brauðristinni fyrir þá sem eiga ekki svona nýbylgjuofna. Eins og sést á myndinni þá skapar æfingin vonandi meistarann í útlitsgerð pirakka, en þær eru allavega bragðgóðar, og svo krúttlegar, þær minna mann á sauðskinnskó. Allavega vona ég að þið prófið þetta, þetta er ekki alveg jafn mikið vesen og maður heldur og algjörlega þess virði. Njótið vel!

 

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Karjalanpiirakka

  1. Þetta er nýstárlegt, og líkist helst sauðskinnsskóm, en gæti verið gott samt, takk fyrir þetta. kv. Hanna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s