Páskaföndur

Ég er svo heppin að fá að vera í saumaklúbbi hérna í Kaupmannahöfn með nokkrum stórskemmtilegum og sniðugum stelpum. Í gær var gerð breyting frá hefðbundnu prjóni og kökuáti og við föndruðum páskaskraut í staðinn (en átum auðvitað líka kökur). Föndrið var frekar sígilt, uppistóð af því að gata egg með nál, blása úr þeim innihaldið og mála þau svo í páskalegum litum. Eftir margra ára „ólistugt“ nám fannst mér best að halda mig við einalda tækni eins og að mála allt í einum lit og kannski setja doppur á. En viti menn, úr varð bara stórgott páskaskraut sem fær að fríska upp íbúðina, reyndar brotnaði eitt eggið en það fékk samt að vera með. Eins gott því eina páskaskrautið á heimilinu eru tveir ungar af páskaeggjum síðasta árs. Eggin voru máluð með akrýl málningu og svo fékk ég að stela svona high fashion brons málningu frá betur undirbúnum klúbbmeðlinum, en hún fæst allavega í Panduro Hobby.

IMG_1800

 

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Páskaföndur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s