Pad Thai

Í Tælandi í febrúar fórum við Daði á matreiðslunámskeið hjá gæðakonu sem kennd er við Poo. Hún heldur námskeiðið Cooking with Poo sem er gríðarlega vinsælt, hún er að sjálfsögðu tælensk og vissi ekki hvað nafnið hennar þýddi á ensku fyrst um sinn. En hún komst að því og ákvað bara að hlæja að því og prentaði út myndir af kúk til að hengja upp í eldhúsinu. Hún kenndi okkur að elda þennan unaðslega rétt sem heitir Pad Thai sem varð svo uppistöðufæða ferðalagsins, sem sagt borðaður ca. einu sinni á dag í 30 daga. Þessi réttur er bara svo bragðgóður og ferskur, allt þetta lime og chilli og kóríander gerir bara einhverja galdra. Hefðbunda uppskriftin af Pad Thai er kannski með aðeins fleiri innihaldsefnum, eins og t.d. þurrkuðum rækjum og tofu en þetta er einfaldaða útgáfan. 🙂

Pad Thai fyrir tvo:
1 stór kjúklingabringa, skorin í bita (einnig hægt að nota rækjur eða tofu)
200 gr hrísgrjónanúðlur, lagðar í bleyti í um 10-15 mín
1 lítill rauðlaukur
ca. 1.5 cm af galangal eða engiferrót, rifið
Hnefafylli af baunaspírum
2 msk fiskisósa
2 msk hvítt edik
3 msk sykur
Vatn eftir þörfum
Sesamolía, má sleppa
2 egg

Útákast:
Lime
Vorlaukur
Salthnetur, malaðar eða saxaðar
Kóríander, ferskt
Chilliflögur
Sykur, ef vill
Sojasósa, ef vill
IMG_1805 Þessi eldamennska tekur enga stund og því er best að hafa öll hráefnin tilbúin, niðurskorin og mikilvægast er að hafa lagt núðlurnar í bleyti(ATH! það gæti verið mismunandi eftir tegundum). Einnig er gott að setja saman í litla skál fiskisósuna, edik og sykur. En þá felst eldamennskan helst í því að henda hráefnunum á pönnuna í réttri röð. Já byrjum á því að taka fram stóra pönnu, wok ef þið eigið og hita hana vel og skvetta á hana duglega af olíu. Þá hefst hráefnakastið og röðin er svona:
1. Þegar olían er orðin heit er rauðlaukurinn látinn út á og látinn mýkjast í örstutta stund.
2. Látið kjúklinginn út á og steikið ásamt nokkrum dropum af sesamolíu ef því er að heilsa.
3. Núðlurnar (vatnið sigtað frá) látnar út á, og fiskisósan, edikið og sykurinn. Vatn eftir þörfum til að mýkja núðlurnar (ath kannski um hálfur dl)
4. Baunaspírur út á.
5. Öllu dótinu ýtt til hliðar á pönnunni og eggin sett á auða plássið og hræristeikt. Blanda svo öllu saman.

Já þá er maturinn tilbúinn, þetta tók kannski um 5 mínútur eftir því hversu heit pannan var og núðlurnar lengi að mýkjast. Ef núðlurnar eru ennþá harðar þarf að láta meira vatn á pönnuna og steikja þær lengur. En annars er þetta gífurlega einfaldur réttur. Og þá þarf bara að moka þessu á diskana og kreista lime yfir. Það sem er á listanum yfir útákast er frekar mikilvægt fyrir bragðið og því um að gera að sleppa því ekki. Það nauðsynlegasta er vorlaukur, lime og chilliflögur, en hitt gerir þetta ennþá betra.
IMG_1809

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Pad Thai

  1. Þetta er mjög girnilegt og greinilega fljótlegt, – ég verð að prufa þetta bráðum

    GLeðilega páska Guðrún mín, og hafið þið það gott um páskana kveðja, úr Kópavoginum

    Hanna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s