Heimagerður kebab

Halló halló halló,

Enn er fólk á lífi, ég þurfti því miður að fara í sjálfskipað eldunar og bökunarbann á meðan meistaraverkefnið var klárað og því lítið um dýrðir í eldhúsinu. En nú er maður loksins orðinn atvinnulaus verkfræðingur og getur t.d. eldað lambalæri fyrir Íslendingafélagið í Valby á sunnudögum. Þ.e. þegar maður er svo heppinn að eiga slíkt í frystinum. Það var einmitt það sem gerðist síðasta sunnudag, nema hvað að meðlimir Íslendingafélagsins í Valby eru frekar fáir og lærið var ansi stórt. Þess vegna var það líka borðað á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og útlit fyrir að það verði aftur á föstudag. Til að hressa upp á afgangana var brugðið á það ráð að hita þá upp á pönnu ásamt framandi kryddum eins og cummin, kóríander og chilli. Grænmetissalinn á horninu lagði til nýbakað tyrkneskt brauð og með fersku grænmeti, sriracha sósu og pítusósu frá E. Finnsson varð til himneskur heimagerður kebab með íslensku lambakjöti!

IMG_0353 IMG_0354 IMG_0357

Slurp slurp slurp…

Auglýsingar