Crème brûlée

Mikill persónulegur sigur vannst í eldhúsinu í dag þar sem mér tókst að búa til sómasamlegt Crème brûlée. Nokkrar misheppnaðar tilraunir hafa verið gerðar hingað til og þetta var farið að leggjast alvarlega á sálina hjá mér. Um jólin fékk ég bókina Søde Sager eftir Mette Blomsterberg, sem er kontitori sjéní, ásamt handhægum gasbrennara og skálum þannig að öll tæki voru til staðar. En allavega nú er kominn júní og þetta heppnaðist loksins! Ekki vera hrædd, þetta var bara önnur tilraun ársins. Hér er uppskriftin og aðferðin, þetta er víst ekki svo flókið 😉

Fyrir fjóra til fimm:
100 g hrásykur
1,3 dl af eggjarauðum
6,5 dl af rjóma
1 vanillustöng
hrásykur til að strá yfir

IMG_3559100 g hrásykur og eggjarauður eru hrærðar saman með handþeytara. Vanillustöngin klofin og kornin skröpuð út og látin í pott ásamt rjómanum. Rjóminn er hitaður að suðu og látin malla í örfáar mínútur. Takið af hitanum, hellið smátt og smátt saman við eggjahræruna og hrærið stöðugt í á meðan. Hrærið aðeins áfram þegar allur rjóminn er kominn út í. Fleytið svo mestu froðuna ofan af og hellið í skálar. Ég var með frekar lágar og breiðar skálar frá Emile Henry og blandan hefði komist í 5 þannig (á bara fjórar). Til að búðingurinn bakist jafnt er hægt að setja skálarnar í ofnskúffu og hella soðnu vatni í þannig að fljóti um skálarnar. Setjið inn í 150°C heitan ofn og bakið í ca. 30 mínútur eða þar til búðingurinn hefur stirnað. Kælið svo í minnst 4 tíma eða til næsta dags. Stráið svo þunnu lagi af hrásykri yfir og brennið með gasbrennara eða á grillstillingu í ofni. Ef gasbrennari er notaður er gott að halla skálinni og snúa meðan sykurinn er hitaður. Kælið létt og berið svo fram með rjúkandi kaffibolla.

IMG_3563

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Crème brûlée

  1. Sæl Guðrún, en girnilegt, namm namm – Ég fékk reyndar svona í Berlín í maí þegar ég fór með vinnunni þangað. (það var reyndar fullur súpudiskur af Creme brülee – (mmm..) og ég var alveg að springa á eftir. Þjóðverjarnir eru ekki sérlega smart í framreiðslunni á matnum en vel útilátið og gott allt hjá þeim. Kær kveðja frá Fróni – hér er sól og blíða í dag. bið að heilsa gestunum líka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s