Vorið er komið og grundirnar gróa…

Jæja loksins er vorið komið til Kaupmannahafnar ætla ég að halda fram, þ.e. þrátt fyrir smá slyddu í gær. En ég er allavega komin í vorfílinginn 🙂 Af því tilefni fór ég í smá verslunarleiðangur og keypti kryddjurtir fyrir sumarið. Rósmarín, timjan, salvía og kóríander. Þar sem basilplantan mín hafði gefið upp öndina var komin tími á endurnýjun. Nú er bara að vona að þessar lifi lengur 😀 .

IMG_3412

Auglýsingar