Valhnetubollakökur með marskremi

Ég fékk bókina Søde Sager eftir Mette Blomsterberg í jólagjöf og átti alltaf eftir að baka eitthvað úr þeirri bók. Mette er afburða konditormeistari og rekur kaffihús í Glyptoteket. Eftir miklar vangaveltur og kökulanganir ákvað ég að prófa þessar valhnetubollakökur. Mér leist ekki á kremið sem var í bókinni og vöntunina á súkkulaði þannig að ég lagaði uppskriftina aðeins til. En úr var afbragðs kvöldhressing sem bragðaðist unaðslega með ískaldri mjólk. Njótið vel 🙂 .

Bollakökur:
1 vanillustöng
150 g hrásykur
250 g hveiti
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 egg
100 g bragðlítil olía
2,5 dl mjólk
50 g grófhakkaðar valhnetur
1 mars skorið í litla bita

Aðferð:
Vanillustöngin skorin í tvennt og fræhreinsuð. Takið smá af sykrinum og blandið saman við vanillufræin. Blandið hveiti, sykri, lyftidufti og salti saman í skál og hrærið létt. Hrærið út í eggjunum og olíunni og því næst mjólkinni í smáum skömmtum. Bætið að lokum hnetunum og marsinu út í. Athugið að gott er að velta marsbitunum upp úr örlitlu hveiti svo að þeir festist ekki saman. Skiptið deiginu jafnt í muffinsform og bakið í 175°C heitum ofni í u.þ.b. 16 mín. Úr deiginu ættu að koma 10-12 kökur.

Kremið ofan á var fengið að láni frá mömmur.is en ég gerði bara 1/3 af þeirri uppskrift. Einnig lét ég smá mjólk út í súkkulaðið og marsið meðan það var að bráðna.
IMG_3310

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Valhnetubollakökur með marskremi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s