Sítrónukjúklingur með fennel

Þessi kjúklingaréttur varð til hér á Birkegade eitt mjög svangt kvöld. Þessi blanda heppnaðist svo vel að mig langaði að deila þessu með ykkur. Verði ykkur að góðu 🙂 .

Kjúklingaréttur fyrir 4:IMG_3281
4 kjúklingabringur
1 fennel
1 sítróna
6 döðlur
nokkur rif hvítlaukur
1 sellerístöngull
furuhnetur (ef vill)
olía
rósmarín
múskat
salt og pipar

Takið fram eldfast mót og látið smá olíu í botninn. Skerið fennel í sneiðar og leggið í mótið ásamt niðurskornu selleríi, döðlum og hvítlauk. Látið bringurnar yfir og kryddið með salti, pipar og rósmaríni og örlitlu múskati. Ef það eru til furuhnetur í húsinu er gott að fleygja nokkrum með. Kreistið sítrónuna yfir allt og látið fylgja með inn i ofn. Látið í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 45 mín. Gott er að bera kjúklinginn fram með veglegu salati og búlgúr eða hýðishrísgrjónum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s