Chai-te kaka

Mér hefur lengi langað til að gera köku með chai-te bragði. Þegar ég sá þessa uppskrift ákvað ég að prófa að gera e-ð svipað með chai te og með dyggum stuðningi frá Völu varð til þessi prýðiskaka 🙂 .

IMG_3290

Innihald:
50 g púðursykur
175 g sykur
100 g smjör, mjúkt
2 egg
1 bolli mjólk
3 tepokar, chai
1 tsk vanilludropar
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 1/2 bolli hveiti

Aðferð
Mjólkin er hituð að suðu (passa að brenna ekki) og tepokarnir látnir út í. Slökkvið undir og leyfið að kólna.
Smjörið og sykurinn er þeytt saman og svo eggjunum hrært út í einu í einu. Því næst er þurrefnunum blandað út í og hrært, að lokum er temjólkinni (auðvitað án tepokanna) bætt út í og hrært. Hellið í smurt form og bakið við u.þ.b. 180°C í 40 mín eða þar til hægt er að stinga prjón í kökuna og hann kemur þurr út.

Ofan á kökuna lét ég minnkaða uppskrift af rjómaostakreminu og fræ úr granatepli. Það væri líka mjög gott að láta banana eða pekanhnetur ofan á. Njótið vel og slakið á með chai te og thai chi.

Ein hugrenning um “Chai-te kaka

Færðu inn athugasemd