Indversk veisla

Namaste!!!

Ég veit um fátt betra en indverskan mat. Þennan rétt lærði ég af vinkonu minni þegar ég var á Indlandi. Hún borðar reyndar ekki kjöt svo hún notaði Paneer sem er einhverskonar ostur ekki ósvipaður og tofu. Ég hef hinsvegar notað kjúkling upp á síðkastið þar sem viðbrögðin við tofu-inu hafa verið misgóð:P

Cashew butter chickenImage

 • 1-2 rauðlaukar
 • slatti af hvítlauk (vinkona mín setti allt að 10 rif:P)
 • smör til steikingar
 • 1-2 bollar Cashew hnetur
 • 1 lítil ferna „tómatsósa“ (pasturised tomato sauce)
 • 1-1 1/2 tsk chilli (persónulega finnst mér gott að hafa réttinn í sterkari kantinum en það er smekksatriði)
 • 1 tsk kóriander krydd
 • 1 tsk turmeric
 • 1/2- 1 tsk garam masala (set stundum ekki alltaf)
 • kjúklingabringur
 • salt
 • ferskur kóríander

1. Leggið cashew hneturnar í bleyti, 2. Léttsteikja hvítlauk og lauk upp úr smjöri (hún setti slatta af smjöri en ég reyni vanalega að takmarka það), 3. Skera kjúklingabringur í bita og steikja á annarri pönnu, 4. Setja cashew hneturnar í blender með smá vatni og mauka, 4. Cashew þykkninu er svo hellt á pönnuna með lauknum ásamt tómatsósunni, 5. kryddin sett út í (ég mæli kryddin vanalega ekki, heldur smakka bara til), 6. rétturinn látinn malla og ferskum kóríander svo stráð yfir áður en hann er borin fram. Ef rétturinn er of þykkur má bæta smá vatni við til að þynna.

(Ég bæti líka stundum við engiferi, limesafa ofl.)

Naan brauð

Uppskriftin af naan brauðinu er reyndar stolin af eldhus.is en ég er búin að helminga uppskriftina þar sem mér finnst hún of stór.

 • 100 ml mjólk
 • 1 msk sykur
 • 1/2 poki þurrger
 • 300 gr hveiti
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk lyftiduft
 • 2 msk ólífuolía
 • 1/2 dós hrein jógúrt
 • 1/2 tsk maldon salt
 • hvítlaukur
 • brætt smjör
 • blanda af garamasala og maldonsalti

Geri, sykri og volgri mjólk blandað saman og látið standa í 15 min. Síðan er hveiti, lyftidufti, jógúrti, olíu og salti blandað saman við. Deigið hnoðað og hveiti bætt við þangað til það er ekki of blautt. Látið hefast í 1 klst. Ég skipti síðan deiginu upp í litlar kúlur sem ég hnoða og velti upp úr kryddblöndu og salti (sem ég hef á disk til hliðar). Síðan flet ég brauðið út og smyr með bræddu smjöri með hvítlauk og steiki á pönnu. Best væri að hafa pönnukökupönnu en þar sem ég á ekki svoleiðis steiki ég brauðið á venjulegri pönnu (hef líka prófað að grilla brauðið sem er rosalega gott:) Að lokum skelli ég smá meiru af hvítlaukssmjöri á brauðin og strái ferskum kóríander yfir. Namminamm

Raita

 • 1 dós hrein jógúrt
 • 1/2 agúrka
 • cumin krydd
 • 1 hvítlauksrif
 • fersk mynta

Agúrka skorin niður í litla bita (ég sker vanalega græna af, en það er smekksatriði) og blandað saman við jógúrt, cumin, hvítlauk og myntu (sumir setja smá cayenne pipar líka)

Borið fram með papadums sem keyptar eru tilbúnar úti í búð og þarf rétt að djúpsteikja upp úr olíu…og svo að sjálfsögðu hrísgrjón:)

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Indversk veisla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s