Quinoa pitsa múffur

Þessar múffur eru mjög góðar í hollustupartý, nestisboxið eða bara nokkrar saman með góðu salati sem hollur hádegismatur. Quinoa er líka svo töff, hljómar eins og eitthvað sem Pocahontas hefur borðað mikið af 🙂 .

IMG_3232

Múffur:
1 bolli quinoa
2 bollar vatn
1 lítill laukur
1 gulrót
5 cm bútur af sellerí
3-4 sveppir
smá bútur af papriku
2-3 egg
1 tsk oregano
1 tsk basil
salt og pipar
IMG_3236
ofan á:
Pitsasósa
Mozzarella

Aðferð:
Quinoa og vatn sett í pott og hitað undir loki, þegar suðan kemur upp er hitinn lækkaður og látið malla undir loki þar til vatnið er gufað upp (u.þ.b. 15 mín). Allt grænmetið er skorið mjög smátt og mýkt aðeins á pönnunni sem Þóra besta systir gaf ykkur í jólagjöf 😉 . Grænmetinu og quinoa blandað saman og kryddað eftir smekk, látið kólna aðeins áður en eggjunum er hrært út í. Látið í muffinsform, gerið litla holu í miðjuna á hverri múffu og mokið sósu og osti yfir. Bakið við 200°C þar til osturinn er orðinn gullinn.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s