Ratatouille og halloumi-ostur

Ég hef lengi leitað að halloumi-osti á Íslandi en ekki fundið. Halloumi-ostur er saltur ostur sem hefur sérstaklega hátt bræðslumark og því er hægt að steikja hann á pönnu án þess að hann bráðni. Hér í Danmörku er hægt að fá hann hjá grænmetissalanum á horninu og til að gera meiri máltíð úr honum ákvað ég að gera ratatouille með. Ratatouille er ofsalega góður og einfaldur franskur grænmetisréttur sem Disney kynnti fyrir mér eins og svo margt  annað gott í lífinu 🙂 Kannski mundu Frakkar fá áfall yfir þessari uppskrift en þetta er bara mín útgáfa af ratatouille. Verði ykkur að góðu.

Ratatouille:Ratatouille og halloumi 1 Laukur 1-2 hvítlauksrif 4-5 sveppir 1 paprika 5-6 tómatar, smátt skornir timjan cummin paprika salt og pipar 1/2 eggaldin 1/2 kúrbítur

Laukur, sveppir og paprika eru skorin fremur smátt og steikt á pönnu með smá salti og pipar þar til allt er orðið mjúkt. Tómatarnir settir út á ásamt kryddinu og látið malla þar til tómatarnir maukast. Smakkið til og látið í eldfast mót og sneiðum af eggaldin og kúrbít raðað yfir. Ég ákvað að grilla eggaldin og kúrbítssneiðarnar fyrst á grillpönnu en ef sneiðarnar eru nógu þunnar er hægt að raða þeim beint á og sett inn í 200°C heitan ofn þar til eggaldinið og kúrbíturinn er fulleldaður (ca. 20 mín).

Með þessu er borðaður grillaður halloumi-ostur sem er sneiddur og steiktur er á heitri pönnu þar til hann er orðinn gylltur. Einnig er gott að fá sér sambal oelek með sem er sterkt chilli-mauk. Munið bara að osturinn er frekar saltur og því má vel minnka saltmagnið í meðlætinu.

p.s. það eru leiðbeiningar til um heimagerðan halloumi ost fyrir fólk sem hefur mikla nennu.

Uppfært: Halloumi ostur fæst víst í Bónus!

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Ratatouille og halloumi-ostur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s