Indversk veisla

Namaste!!!

Ég veit um fátt betra en indverskan mat. Þennan rétt lærði ég af vinkonu minni þegar ég var á Indlandi. Hún borðar reyndar ekki kjöt svo hún notaði Paneer sem er einhverskonar ostur ekki ósvipaður og tofu. Ég hef hinsvegar notað kjúkling upp á síðkastið þar sem viðbrögðin við tofu-inu hafa verið misgóð:P

Cashew butter chickenImage

 • 1-2 rauðlaukar
 • slatti af hvítlauk (vinkona mín setti allt að 10 rif:P)
 • smör til steikingar
 • 1-2 bollar Cashew hnetur
 • 1 lítil ferna „tómatsósa“ (pasturised tomato sauce)
 • 1-1 1/2 tsk chilli (persónulega finnst mér gott að hafa réttinn í sterkari kantinum en það er smekksatriði)
 • 1 tsk kóriander krydd
 • 1 tsk turmeric
 • 1/2- 1 tsk garam masala (set stundum ekki alltaf)
 • kjúklingabringur
 • salt
 • ferskur kóríander

1. Leggið cashew hneturnar í bleyti, 2. Léttsteikja hvítlauk og lauk upp úr smjöri (hún setti slatta af smjöri en ég reyni vanalega að takmarka það), 3. Skera kjúklingabringur í bita og steikja á annarri pönnu, 4. Setja cashew hneturnar í blender með smá vatni og mauka, 4. Cashew þykkninu er svo hellt á pönnuna með lauknum ásamt tómatsósunni, 5. kryddin sett út í (ég mæli kryddin vanalega ekki, heldur smakka bara til), 6. rétturinn látinn malla og ferskum kóríander svo stráð yfir áður en hann er borin fram. Ef rétturinn er of þykkur má bæta smá vatni við til að þynna.

(Ég bæti líka stundum við engiferi, limesafa ofl.)

Naan brauð

Uppskriftin af naan brauðinu er reyndar stolin af eldhus.is en ég er búin að helminga uppskriftina þar sem mér finnst hún of stór.

 • 100 ml mjólk
 • 1 msk sykur
 • 1/2 poki þurrger
 • 300 gr hveiti
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk lyftiduft
 • 2 msk ólífuolía
 • 1/2 dós hrein jógúrt
 • 1/2 tsk maldon salt
 • hvítlaukur
 • brætt smjör
 • blanda af garamasala og maldonsalti

Geri, sykri og volgri mjólk blandað saman og látið standa í 15 min. Síðan er hveiti, lyftidufti, jógúrti, olíu og salti blandað saman við. Deigið hnoðað og hveiti bætt við þangað til það er ekki of blautt. Látið hefast í 1 klst. Ég skipti síðan deiginu upp í litlar kúlur sem ég hnoða og velti upp úr kryddblöndu og salti (sem ég hef á disk til hliðar). Síðan flet ég brauðið út og smyr með bræddu smjöri með hvítlauk og steiki á pönnu. Best væri að hafa pönnukökupönnu en þar sem ég á ekki svoleiðis steiki ég brauðið á venjulegri pönnu (hef líka prófað að grilla brauðið sem er rosalega gott:) Að lokum skelli ég smá meiru af hvítlaukssmjöri á brauðin og strái ferskum kóríander yfir. Namminamm

Raita

 • 1 dós hrein jógúrt
 • 1/2 agúrka
 • cumin krydd
 • 1 hvítlauksrif
 • fersk mynta

Agúrka skorin niður í litla bita (ég sker vanalega græna af, en það er smekksatriði) og blandað saman við jógúrt, cumin, hvítlauk og myntu (sumir setja smá cayenne pipar líka)

Borið fram með papadums sem keyptar eru tilbúnar úti í búð og þarf rétt að djúpsteikja upp úr olíu…og svo að sjálfsögðu hrísgrjón:)

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar

Quinoa pitsa múffur

Þessar múffur eru mjög góðar í hollustupartý, nestisboxið eða bara nokkrar saman með góðu salati sem hollur hádegismatur. Quinoa er líka svo töff, hljómar eins og eitthvað sem Pocahontas hefur borðað mikið af 🙂 .

IMG_3232

Múffur:
1 bolli quinoa
2 bollar vatn
1 lítill laukur
1 gulrót
5 cm bútur af sellerí
3-4 sveppir
smá bútur af papriku
2-3 egg
1 tsk oregano
1 tsk basil
salt og pipar
IMG_3236
ofan á:
Pitsasósa
Mozzarella

Aðferð:
Quinoa og vatn sett í pott og hitað undir loki, þegar suðan kemur upp er hitinn lækkaður og látið malla undir loki þar til vatnið er gufað upp (u.þ.b. 15 mín). Allt grænmetið er skorið mjög smátt og mýkt aðeins á pönnunni sem Þóra besta systir gaf ykkur í jólagjöf 😉 . Grænmetinu og quinoa blandað saman og kryddað eftir smekk, látið kólna aðeins áður en eggjunum er hrært út í. Látið í muffinsform, gerið litla holu í miðjuna á hverri múffu og mokið sósu og osti yfir. Bakið við 200°C þar til osturinn er orðinn gullinn.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ratatouille og halloumi-ostur

Ég hef lengi leitað að halloumi-osti á Íslandi en ekki fundið. Halloumi-ostur er saltur ostur sem hefur sérstaklega hátt bræðslumark og því er hægt að steikja hann á pönnu án þess að hann bráðni. Hér í Danmörku er hægt að fá hann hjá grænmetissalanum á horninu og til að gera meiri máltíð úr honum ákvað ég að gera ratatouille með. Ratatouille er ofsalega góður og einfaldur franskur grænmetisréttur sem Disney kynnti fyrir mér eins og svo margt  annað gott í lífinu 🙂 Kannski mundu Frakkar fá áfall yfir þessari uppskrift en þetta er bara mín útgáfa af ratatouille. Verði ykkur að góðu.

Ratatouille:Ratatouille og halloumi 1 Laukur 1-2 hvítlauksrif 4-5 sveppir 1 paprika 5-6 tómatar, smátt skornir timjan cummin paprika salt og pipar 1/2 eggaldin 1/2 kúrbítur

Laukur, sveppir og paprika eru skorin fremur smátt og steikt á pönnu með smá salti og pipar þar til allt er orðið mjúkt. Tómatarnir settir út á ásamt kryddinu og látið malla þar til tómatarnir maukast. Smakkið til og látið í eldfast mót og sneiðum af eggaldin og kúrbít raðað yfir. Ég ákvað að grilla eggaldin og kúrbítssneiðarnar fyrst á grillpönnu en ef sneiðarnar eru nógu þunnar er hægt að raða þeim beint á og sett inn í 200°C heitan ofn þar til eggaldinið og kúrbíturinn er fulleldaður (ca. 20 mín).

Með þessu er borðaður grillaður halloumi-ostur sem er sneiddur og steiktur er á heitri pönnu þar til hann er orðinn gylltur. Einnig er gott að fá sér sambal oelek með sem er sterkt chilli-mauk. Munið bara að osturinn er frekar saltur og því má vel minnka saltmagnið í meðlætinu.

p.s. það eru leiðbeiningar til um heimagerðan halloumi ost fyrir fólk sem hefur mikla nennu.

Uppfært: Halloumi ostur fæst víst í Bónus!