Döðlukaka

Þessi döðlukaka er alveg syndsamlega góð, smakkaði hana í veislu hjá systur minni og heimtaði að fá uppskriftina. Uppskriftin leyndist í uppskriftabók sem gefin var út af starfsmönnum Íslandsbanka og hefur líka birst í Gestgjafanum, ég vona að það sé í lagi að ég birti hana hér.

Kaka:
250 g döðlur
3 dl vatn
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludroparOLYMPUS DIGITAL CAMERA
100 g púðursykur
100 g smjör
2 egg
150 g hveiti
120 g súkkulaði saxað

Karamellusósa:
120 g smjör
100 g púðursykur
3/4 dl rjómi

Svona er farið að: Döðlurnar eru steinhreinsaðar og hitaðar í potti með 3 dl af vatni þar til þær verða mjúkar, svo eru þær maukaðar og blandan látin kólna. Púðursykur og smjör þeytt saman í skál og eggjunum bætt út í einu í einu. Matarsóda, döðlumaukinu og vanilludropum er bætt út í ásamt hveiti og súkkulaði. Hellið í form og bakið við 180°C í um 30 mín eða þar til kakan er tilbúin.

Allt sem þarf í sósuna er sett saman í pott og látið krauma í nokkrar mínútur. Berið kökuna fram með þeyttum rjóma eða ís og karamellusósunni.

p.s. Þessi kaka er alveg dísæt vegna sætunnar frá döðlunum, því mætti örugglega vel sleppa sykrinum í kökunni.

Uppfært: Hef prófað án sykurs, virkaði fullkomnlega!

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Döðlukaka

  1. Bakvísun: Bananakaka | Fælles hygge

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s