Afmæliskaka

Þessi súkkulaðikaka hefur verið í hávegum höfð heima hjá mér síðan ég man eftir mér, enda er hún rosalega góð. Mamma fékk þessa uppskrift á námskeiði í Húsmæðraskólanum. Ef hún er gerð hversdags má bara skella uppáhaldskreminu á og smá kökuskrauti. Fyrir afmæli er hægt að skreyta hana með smjörkremi og nammi eftir bestu getu.

ljon

Þessi kaka var borðuð í 8 ára afmæli hjá Kormáki

Súkkulaðikaka frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur:
1 3/4 bolli hveiti
1 1/2 bolli sykur
1/3 bolli kakó
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
!/2 bolli smjörlíki
1/2 bolli kaffi
1/2 bolli mjólk
2 egg
1 tsk vanilludropar

Öllu nema eggjunum blandað saman og hrært. Eggjunum bætt út í seinast og hrært í tvær mínútur. Hellið í vel smurt form og bakið í ca. 25 mín við 175°C.

Dökkt súkkulaðikrem:
150 g suðusúkkulaði
70-80 g palmin plöntufeiti (mætti nota kókosolíu í staðinn)
2-3 egg
1 msk sykur

Súkkulaði og feitin brædd saman, egg og sykur þeytt í annari skál. Bráðinni hellt út í eggjahræruna og þeytt á meðan. Leyfið aðeins að kólna áður en dreift er yfir kökuna.

Smjörkrem til skreytingar:
220 g flórsykur
3 eggjarauður
150 g smjör, mjúkt
Vanilludropar

Öllu hrært vel saman. Ef lita á kremið er matarlit hrært út í seinast.

Í ljónakökuna fór tvöföld uppskrift af súkkulaðikökunni en einföld uppskrift af báðum kremunum. Súkkulaðikreminu var dreift yfir alla kökuna eftir að hún hafði kólnað. Þá var kakan látin aftur í ískáp meðan smjörkremið var útbúið og því næst sprautað á.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Afmæliskaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s