Kúrbítslasagna

Gleðilegt ár kæru vinir. Fælles hygge er mætt aftur eftir mikinn hátíðarmömmumat í jólafríinu. Ég er fyrst núna byrjuð að geta hugsað um venjulegan mat og þá byrjar ballið 🙂

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Tómatsósa:
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
nokkrar gulrætur
Sellerí
1 dós hakkaðir tómatar
1 dós tómatpúrra
skvetta af vatni
salt, pipar og ítölsk krydd

Hvít sósa:
1/2 poki ferskt spínat
1 pakki sveppir
ca. 200 g kotasæla
ca 200 g rjómaostur

Millilag:
Lasagnaplötur
2 kúrbítar skornir í sneiðar langsum

Tómatsósan:
Allt grænmetið skorið smátt og steikt á pönnu. Vökvanum bætt út í og kryddað eftir smekk. Látið malla í a.m.k. 10-15 mín.

Hvít sósa:
Sveppirnir skornir smátt og steiktir á pönnu, spínatið skorið smátt og bætt út í (einnig hægt að nota frosið). Kryddið með salt og pipar. Látið stikna smá á pönnunni en færið svo í skál og látið kólna. Kotasælan og rjómaosturinn hrærð saman í annari skál og svo öllu blandað saman.

Millilag og samsetning:
Eftir nennustigi má annað hvort steikja kúrbítinn aðeins á pönnu fyrst og sjóða lasagnaplöturnar áður en öllu er raðað saman eða bara raða kúrbítnum og plötunum beint í fatið þegar lasagnað er sett saman. Byrjið að raða kúrbít í fatið. Látið því næst lag af tómatsósu og svo lasagnaplötur og hvítu sósuna og svo koll af kolli. Endið með lag af rifnum osti. Bakið við 220° C í um 20 mín og njótið.

P.s. ef þetta er of mikið vesen má vel sleppa lasagnaplötunum og hafa bara kúrbít eða öfugt 🙂

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Kúrbítslasagna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s