Jólasmákökur Vol. 1: Hafrakökur

Jólin eru mætt til Kaupmannahafnar. Allavega er kominn snjór og að síga í jólapróf. Þessar smákökur eru algjört uppáhald hjá mér og mjög auðveldar. Uppskriftina fékk ég hjá mömmu og allt er mælt í bollum, sko einhverjum sérstökum kaffibolla sem er til heima :/ . En ég reyndi að færa hana yfir í dl og það heppnaðist bara vel. Svona fer maður að:

Hafrakökur:
4 dl haframjöl
2 dl rúsínur
4 dl sykur
5 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 egg
200 g smjör, mjúkt

Þurrefnunum blandað saman og svo eggjunum og smjörinu hrært út í. Hnoðið saman, skiptið deiginu í hluta og rúllið upp í lengjur. Kælið deigið smá í kæli og skerið svo í sneiðar. Mótið til og bakið við 225°C í u.þ.b. 5 mín. Þessi uppskrift ætti að duga til jóla fyrir tvo en það fer eftir mögum. Gleðilega aðventu.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Jólasmákökur Vol. 1: Hafrakökur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s