Kókosmuffins

Hér er uppskrift af kókosköku sem ég baka oft. Hægt er að baka kökuna í muffinsformi eða bara venjulegu sandkökuformi þá jafnvel hægt að sleppa kreminu því kakan verður ekkert þurr.

Kökur:
4 egg
3 1/2 dl sykur
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
1 1/4 tsk lyftiduft
5 3/4 dl hveiti
170 g smjör, mjúkt
400 ml kókosmjólk

Krem:
200 g rjómaostur
75 g smjör
3/4 tsk vanilludropar
1/4 tsk salt
250 g flórsykur
Kókosmjöl til skreytingar

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið egg og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanilludropum, salti og lyftidufti út í. Bætið því næst hveitinu og smjörinu út í og hrærið vel. Að lokum er kókosmjólkinni blandað saman við. Látið í muffinsform og bakið í 20-25 mín. Ef notað er stærra form fyrir allt deigið þarf að baka í 35-40 mín.

Kremið er gert með því að þeyta saman rjómaost og smjör (best að hafa bæði við stofuhita) og svo er restinni bætt saman við og hrært vel. Einnig má bæta 2 dl af kókosmjöli beint út í kremið. Hægt er að skreyta kökurnar með kókosmjöli sem hrært hefur verið með ögn af matarlit til að lífga upp á tilveruna. Njótið vel.

Auglýsingar

2 hugrenningar um “Kókosmuffins

  1. Bakvísun: Chai-te kaka | Fælles hygge

  2. Bakvísun: Bollakökur með sítrónu og birkifræjum | Fælles hygge

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s