Svepparisotto

Risotto er réttur sem oft fellur í skuggann af pasta og pizzum þegar talað er um ítalska matargerð. Til eru ótal tegundir af risotto, en í þessari uppskrift eru sveppir í aðalhlutverki. Það fer talvert magn af sveppum í þessa uppskrift; því meira því betra. Hægt er að nota hvaða gerðir af sveppum sem er, og gott er að blanda saman sem flestum tegundum.

Risotto er stundum borið fram sem meðlæti með öðrum réttum, en þessi uppskrift er ætluð sem aðalréttur fyrir fjóra. Eldamennskan er smá maus, aðallega vegna þess að risottogerð krefst þess að hrært sé nánast samfleytt í pottinum í um 20 mínútur. En örvæntið ekki, það er algjörlega þess virði fyrir þennan fáránlega góða rétt.

Svepparisotto:

1,5 l kjúklinga- eða grænmetissoð
3-4 msk ólívuolía
800 g sveppir
1 laukur
2 hvítlauksrif
350 g risotto hrísgrjón
1-2 dl þurrt hvítvín
1 msk hakkaður graslaukur
50 g smjör
30 g rifinn parmesan ostur
Salt og pipar

Sjóðið u.þ.b. 1,5 l af vatni og látið og kjúklinga- eða grænmetistkraft út í. Takið svo annan stóran pott og steikið sveppina í ólívuolíu þar til þeir eru orðnir mjúkir. Hellið síðan sveppunum ásamt vökvanum úr þeim í skál og geymið þar til síðar.

Steikið nú lauk upp úr ólívuolíu í smá stund, bætið svo risotto hrísgrjónunum við og steikið í um tvær mínútur til viðbótar eða þar til grjónin fara að brúnast. Hellið þá góðum slurki af hvítvíni yfir grjónin og hrærið vel þar til vínið hefur gufað upp.

Hellið nú smá af soðinu út á hrísgrjónin, þannig að rétt fljóti yfir þau. Hrærið síðan vel og hellið meira soði út á þegar þess gerist þörf. Haldið þessu áfram í um 15-18 mínútur, eða þar til hrísgrjónin eru fullsoðin, og hrærið í á meðan.

Þegar síðasti skammturinn af soði er horfinn, bætið þá sveppunum og vökvanum af þeim aftur út í pottinn. Bætið einnig við rifnum parmesan osti, smjöri, graslauk og salti og pipar. Hrærið þessu öllu vel saman þar til rétturinn er orðinn þykkur og flottur.

Berið fram í djúpum disk. Hvítvín hentar mjög vel með risotto og því er auðvitað fyrirtakshugmynd að bera fram vínið úr flöskunni sem notuð var þegar risottoið var eldað!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s