Brauð í potti

Þetta er virkilega gott brauð sem erfitt er að klúðra. Eini gallinn er að það þarf að hefast í 12-20 tíma. En látið það samt ekki stoppa ykkur þar sem það tekur ekki nema 5 mínútur að blanda hráefnunum saman og svo þarf bara að bíða eftir að deigið hefi sig og þegar það er búið þá er bara að skella því í ofninn (eða svona hér um bil).

Image

Uppskrift:

 • 3 bollar hveiti
 • ¼ tsk salt
 • ¼ tsk þurrger
 • 1 ½ bolli volgt vatn

Aðferð:

 1. Blandið þurrefnunum saman í skál, setjið vatnið út í og blandið saman með sleif.
 2. Setjið plasfilmu yfir deigið og látið standa yfir nótt (minnst 12 tíma en helst í 18 tíma).
 3. Þegar deigið hefur hefast ætti það að vera blautt og freyðandi. Mótið það í bolta með Image veiti og leggið á smjörpappír og leyfið því að hvíla á meðan þið setjið pott með loki inn í ofn og bíðið þar til ofninn hefur náð 220°C.
 4. Takið pottinn út þegar ofninn hefur náð 220°C og setjið brauðið á smjörpappírnum ofan í pottinn (ég nota 2,5 lítra pott) og setjið lokið ofan á.
 5. Bakið í 30 mínútur með lokinu á.
 6. Takið lokið af og bakið í 15-30 mínútur þar til brauðið verður gullinbrúnt.
 7. Takið brauðið út og kælið á grind.

Síðan er hægt að prófa að setja allskonar sniðugt út í brauðið til að breyta til. Til dæmis cumin, hvítlauk, rúsínur, oregano, ost og svo framvegis. Mér finnst samt brauðið einstaklega gott svona óbragðbætt. Svo er auðvitað hægt að nota heilhveiti eða spelt í staðinn fyrir hveitið.

Uppskrift héðan, en lítillega breytt.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Brauð í potti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s