Snúðar

Þessir snúðar eru með geri og því frekar tímafrekt að búa þá til en algjörlega þess virði. Þeir eru bestir nýbakaðir en þessi uppskrift er frekar stór þannig að gott er að stinga þeim í frysti og hita seinna þegar gesti ber að garði, eða þegar maður verður svangur næst 🙂 .

Snúðar:
150 g smjör
5 dl mjólk
1 pakki þurrger
1 tsk salt
1 1/2 dl sykur
2 tsk kardimomma
15-26 dl Hveiti (breytilegt eftir veðri og vindum)

Fylling:
U.þ.b. 50 g smjör
Kanill, sykur og púðursykur hrært saman

Smjörið brætt í potti og mjólkinni hellt út í. Þegar blandan er orðin ylvolg er hún sett í stóra skál ásamt gerinu. Sykur, salt og kardimomma bætt út í. Látið standa í nokkrar mínútur. Því næst er hveitinu bætt út í (ég notaði að heilhveiti að mestu) og hnoðað þar til deigið sleppir hendinni sæmilega auðveldlega (passa samt að hafa deigið ekki of þurrt).

Látið deigið hefast í 40-60 mínútur.

Nú ætti deigið að vera orðið töluvert stærra, deigið hnoðað létt og skipt í tvo hluta. Hver hluti er flattur út í skikkanlegan ferhyrning. Smjörið er brætt í potti og penslað yfir deigið. Kanilsykri stráð yfir og deigið brotið í þrennt og skorið í lengjur. Snúið upp á hverja lengju og kuðlið saman í einhvers konar snúð.

Látið snúðana hefast í 20-30 mínútur, penslið með eggi og smá mjólk og bakið svo við 225-250°C í ofni í 5-10 mínútur. Borðið.

Alternative ending, ekki fyrir viðkvæma!

Karamellusósa:
50 gr. smjör
1 dl púðursykur
1 msk sýróp
1 msk vatn

Þegar búið er að fletja út deigið og smjörinu og kanilsykrinum dreift á er deiginu rúllað upp frá breiðari endanum. Rúllan skorin í 2-3 cm bita og raðað í eldfast mót. Látið hefast í um 20 mínútur og bakið svo í ofni við 225°C í u.þ.b. 8 mínútur, á meðan er allt sem þarf í karmellusósuna látið malla í potti við frekar háan hita. Þá er sósunni hellt yfir snúðana og jafnvel hökkuðum hnetum eða möndlum. Bakið áfram í 10 mínútur. Látið kólna smá áður en þið njótið til að fá ekki svöðusár í munninn. Verði ykkur að góðu 🙂 .

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Snúðar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s