„40 fyrir 40“ í anda Herberts Guðmundssonar

Já, þetta hljómar undarlega 🙂 Málið er að við systur + viðhengi gerðum 40-fyrir-40 lista í eirðarleysinu í bústað í sumar og ég tók listana okkar Gunna með til Danmerkur í haust og þeir hafa verið að þvælast hérna síðan. Listarnir innihalda sem sagt 40 atriði sem við ætlum að gera áður en við verðum fertug.

Svo sá ég þetta vídeó á visir.is, þar sem Herbert Guðmundsson útskýrir hvernig hann gerir svona myndræna lífslista 😉

Sem varð til þess að ég rammaði okkar lista inn og er búin að hengja þá upp fyrir ofan rúmið, þar sem veggirnir inni í herbergi voru svo tómlegir. Ég mæli með að gera svona lista. Það er hægara sagt en gert að finna 40 atriði sem ykkur langar að gera fyrir fertugt, en ótrúlega gaman 🙂

Auglýsingar

5 hugrenningar um “„40 fyrir 40“ í anda Herberts Guðmundssonar

  1. Nei, hættu nú alveg! Ég var sko búin að taka til svona pappír í Tiger og ætlaði að gefa þér til að föndra eitthvað en svo vissi ég ekki alveg hvað þú ættir að gera við hann… Við erum greinilega skyldar 😉

  2. Haha, fyndið! Ég keypti mér svona í haust og nota hann í alls konar þessa dagana, afmæliskort, til að skreyta veggina mína, o.s.frv. 🙂 En mér líst vel á föndurdót í gjafir!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s