Gulrótarsúpa

Hérna er góð gulrótarsúpa sem er gott að hugga sig með á köldum vetrarkvöldum. Í súpuna má auðvitað fara allt það grænmeti sem til er á heimilinu hverju sinni og krydda alveg eftir eigin smekk.

Innihald:
1 laukur
6-8 gulrætur, fer eftir stærð
1-2 stönglar sellerí
1 meðalstór sæt kartafla
1 cm engiferrót
2 hvítlauksrif
1 tsk. cummin
1 tsk. timjan
1/2 tsk kóríander
1/2 tsk chilli
Smá cayenne pipar
Salt og pipar
Hálft lime
1-2 dl kókosmjólk eða rjómi
ca. 1 lítri grænmetissoð (vatn og grænmetisteningur)

Laukur, gulrætur og sellerí skorið í bita. Steikt upp úr smjöri í súpupotti. Gott að láta karrí-kryddið út í á þessum tímapunkti sem og smá salt og pipar. Þegar grænmetið hefur náð að mýkjast eru sætu kartöflurnar settar út í ásamt rifnum hvítlauk og engifer. Grænmetissoði hellt yfir og restinni af kryddinu. Hafið nóg af vatni til að vel fljóti yfir grænmetið. Látið suðuna koma upp og sjóðið þar til grænmetið merst auðveldlega með gaffli. Þá má blanda súpuna, í blandara eða með töfrasprota ef fólk býr svo vel. Súpan er látin aftur í pottinn og kókosmjólk eða rjóma bætt út í. Kreistið lime yfir og smakkið til og bætið við kryddi eftir þörfum. Hægt er að láta papriku krydd og túmerik til að fá appelsínugulari lit á súpuna. Gott er að bæta sýrðum rjóma út í súpuskálina og strá yfir söxuðum vorlauk. Ekki skemmir heldur að hafa nýbakað brauð með.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s