Heitur chia grautur

Nú þegar chia fræ eru í algleymingi er ekki úr vegi að fá sér einn gúrme graut. Chia fræ gefa frá sér gelkenndan vökva þegar þau blotna og eru því tilvalin í graut. Áferðin getur samt verið dálítið sérkennileg og er kannski ekki allra. Þessi grautur er mjög góður fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í chia. Chichichichichia.

Chia grautur:

1 msk chia fræ
1/2 dl haframjöl
1 1/2 dl kókosmjólk
1/2 dl mjólk
(Ég notaði skummetmælk, sem er danska undanrennan)
ögn af vanilludropum
smá salt

Öllu blandað saman í pott og hitað við mjög vægan hita þar til grauturinn hefur þykknað. Nota þarf mjög vægan hita því kókosmjólkin getur brunnið auðveldlega. Það má auðvitað líka nota hvaða vökva sem ykkur dettur í hug til að sjóða grautinn upp úr og gott að prófa sig áfram með meðlæti og krydd. Þessi var borðaður með bláberjum og smá sírópi. Nammi namm.

Auglýsingar

3 hugrenningar um “Heitur chia grautur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s