Lax með brenndu rótargrænmeti

Á haustin birtast ýmsar tegundir af rótargrænmeti í búðunum. Hérna er uppskrift fyrir fjóra, að góðum kvöldmat, grillaður lax með brenndu (já brenndu!) grænmeti og hvítri sósu. Í rauninni má nota hvaða harða grænmeti sem er til á heimilinu hverju sinni en hér er það sem við notuðum :).

Brennt grænmeti:
1/2 Sellerírót
2 Næpur
2-3 Gulrætur
1-2 Ferskar rauðbeður
1-2 Rauðlaukur
Eplaedik, 2-3 msk
Repjuolía

Allt skorið í litla teninga (athugið að rauðbeður lita út frá sér, bæði grænmeti og föt) og steikt á pönnu með olíu við háan hita. Þegar grænmetið er orðið vel steikt og farið að dökkna er eplaediki hellt út á og látið krauma þar til grænmetið er orðið vel sviðnað.

Lax:
4 sneiðar af laxi með roði
1-2 sítrónur
Salt og pipar

Laxinn kryddaður eftir smekk og sítróna kreist út á. Laxinn er steiktur á pönnu (gott ef til er grillpanna) fyrst með roðhliðina upp. Steikist í um 6 mín. á hlið eða þar til hann er tilbúinn. Gott er að sneiða niður sítrónuna og grilla með á pönnunni.

Hvít sósa:
1/2 dós sýrður rjómi
1/2 dós grísk jógúrt
1 hvítlauksrif
Sítrónu- eða limesafi
1 tsk cumin
Salt og pipar

Sýrður rjómi og jógúrt hrært saman, hvítlauksrif marið útí og kryddað. Hálft lime eða sítróna kreist út í og öllu hrært saman. Þessi sósa er í raun góð út á allan mat.

Til að allt þetta sé tilbúið á sama tíma er gott að byrja á sósunni og láta hana bíða inni í ísskáp. Þegar grænmetið er byrjað að stikna er tími til að grilla laxinn. Gott er að bera þetta fram með grófu brauði, fersku salati og hvítvíni. Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar

5 hugrenningar um “Lax með brenndu rótargrænmeti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s