Sunnudagshafragrautur

Sunnudagshafragrautur getur oft fengið að vera svolítið íburðarmeiri og tímafrekari en hversdagsgrautur. Í þennan lúxusgraut eru settar hakkaðar möndlur, niðurskorin epli, rúsínur, kanilsykur og heimalöguð karamellusósa. Namminamm!

Uppskrift (fyrir tvo):


Grautur:
3 dl haframjöl, helst grófvalsað
2 dl vatn
4 dl mjólk
1/2 tsk salt
1 tsk kanill

Út á grautinn:
1 dl hakkaðar möndlur
1 epli (skorin í litla teninga)
1/2 dl rúsínur
1 tsk kanill (eða kanilsykur)

Karamellusósa:
25 g smjör
1 dl púðursykur
1 msk sýróp

Smjör, púðursykur og sýróp brætt saman í potti og látið malla í nokkrar mínútur. Möndlur settar á pönnu og ristaðar við miðlungshita í nokkrar mínútur. Á meðan er vatn, mjólk, haframjöl og salt sett saman í pott og soðið saman við lágan hita. Hrært vel á meðan og kanil bætt út í þegar grauturinn er orðinn vel þykkur. Grauturinn svo settur í tvær skálar og hökkuðum möndlum, eplateningum, rúsínum og kanil dreift ofan á. Síðast en ekki síst er svo karamellusósunni bætt út á að vild.

p.s. Grautaráhugafólk gæti viljað skoða litla veitingastaðinn Grød við Jægersborggade í Kaupmannahöfn ef færi gefst, en þar er boðið upp á ýmsar gómsætar hafragrautarsortir.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s